Háspennulína þverar hringveginn

Kort/Vegagerðin

Hringvegurinn (1) milli Miðfjarðar og Víðidals er lokaður austan við Línakradal vegna háspennulínu sem þverar veginn.

Uppfært klukkan 8:11 - Hjáleið er um Vatnsnesveg og Síðuveg en hjáleiðin er aðeins fær jeppum og fólksbílum þar sem þungatakmörkun er 3,5 tonn á þessari leið. 

Vetrarfærð er um norðan- og austanvert landið en þó aðallega á fjallvegum. Vegir eru að mestu greiðfærir um landið sunnanvert. Óvissustig er í gildi í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu.

Hálka eða hálkublettir á vegum austanlands, ófært á Vatnsskarði eystra og lokað yfir Fjarðarheiði. Uppfært búið er að opna veginn yfir Fjarðarheiði en þar er þæfingur.

Hreindýrahjarðir eru víða við veg og hafa m.a. sést á Jökuldal, Fagradal, Reyðarfirði og í Álftafirði. Hreindýrahjörð hefur sést á Breiðamerkursandi og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát á þessum svæðum.

Kort/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert