Hvatar til að draga úr umferð

Koma Sjálfstæðisflokknum í meirihluta svo við getum skapað fallega framfaraborg, …
Koma Sjálfstæðisflokknum í meirihluta svo við getum skapað fallega framfaraborg, segir Hildur Björnsdóttir um áherslur og stefnu. mbl.is/Sigurður Bogi

Reykjavíkurborg ætti að beita hvötum eða veita ívilnanir til þeirra fyrirtækja sem setja sér græna samgöngustefnu. Þetta segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst leggja fram tillögu þessa efnis í borgarstjórn innan tíðar.

Í grænu stefnunni gætu verið möguleikar á fjarvinnu eða sveigjanlegum vinnutíma, enda myndu fyrirtækin þannig leggja sitt af mörkum við lausn samgönguvandans með því að draga úr umferð.

Aðeins 17% aðspurðra í viðhorfskönnun treystu borgarstjórn; minnst allra stofnana samfélagsins. „Svo kjörnir fulltrúar geti fengið skýrt umboð til að leiða mikilvægar breytingar í borginni þarf traust. Við verðum því að ræða starfsumhverfið og færa orðræðuna til betri vegar,“ segir Hildur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert