„Ali, John og Juan Pablo lifa í hjörtum okkar“

John Snorri Sigurjónsson.
John Snorri Sigurjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, er sannfærð um að John Snorri og John Snorri og félagar hafi náð toppi K2. Miðað við síðustu þekktu staðsetningu hljóti eitthvað að hafa komið fyrir á leiðinni niður – en ekki upp.

Johns Snorra, Muhammads Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr hefur verið saknað frá því 5. febrúar, en umfangsmikil leit hefur engum árangri skilað. Í morgun gáfu pakistönsk yfirvöld  það út að mennirnir væru taldir af.

„Allir þrír voru sterkir fjallamenn, með getu, vilja og þor til að breyta sögunni með því að klífa K2 að vetri til,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldunni Johns Snorra.

Þá er öllum sem hjálpuðu við leitina þakkað, þar á meðal yfirvöldum í löndunum þremur, Pakistan, Chile og Íslandi, en samferðamenn Johns Snorra voru frá Pakistan og Chile.

„Íslensku hjörtu okkar slá í takt við pakistöns og sílesk hjörtu. Takk allir sem gáfu sér tíma í leitina og hafa sent okkur stuðning á þessum erfiðu tímum. Ali, John og Juan Pablo lifa í hjörtum okkar að eilífu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert