Mikið um grjóthrun á Reykjanesskaga

Grjóthrun á Reykjanesskaga.
Grjóthrun á Reykjanesskaga. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Skriður hafa fallið víða á Reykjanesskaga vegna jarðhræringanna þar í dag eins og sjá má á mynd sem Veðurstofan birti á facebooksíðu sinni. Þar segir að grjóthrun hafi orðið á gamla Suðurstrandaveginum sem nú er aflagður. 

Þá hefur grjót einnig hrunið við fjallið Þorbjörn, við Kleifarvatn og úr Keili. 

Skriðusérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tók myndina sem sjá má í færslunni í þyrluflugi með Landhelgisgæslunni fyrr í dag, þar sem aðstæður á Reykjanesskaga voru kannaðar. 

Veðurstofan minnir á bloggsíðu ofanflóðavaktar sinnar, þar sem finna má nánari upplýsingar um grjóthrun. 

Í jarðskjálftahrinum eins og þeirri sem nú gengur yfir getur grjóthrun orðið og jafnvel skriður eða snjóflóð fallið....

Posted by Veðurstofa Íslands on Miðvikudagur, 24. febrúar 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert