„Þetta eru ekki góð vinnubrögð“

Laugarnes Sá hluti landfyllingar sem lokið er við. Þarna eiga …
Laugarnes Sá hluti landfyllingar sem lokið er við. Þarna eiga höfuðstöðvar Faxaflóahafna að vera í framtíðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Full ástæða er til að meta vandlega umhverfisáhrif framkvæmdanna og hver þolmörk lífríkis og náttúru á svæðinu eru. Nú þegar er lokið við gerð rúmlega helmings endanlegrar landfyllingar í Laugarnesinu án þess að fram hafi farið fullnaðarmat á umhverfisáhrifum hennar. Þetta eru ekki góð vinnubrögð.“

Þetta segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur hinn 17. febrúar sl., þegar veitt var umsögn um matsáætlun fyrir þróun Sundahafnar. Hér eru fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarstjórn að gagnrýna vinnubrögð Reykjavíkurborgar sjálfrar, sem samþykkti aðalskipulag og veitti framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingunni í apríl 2019. Framkvæmdir við landfyllinguna við Klettagarða í Laugarnesi hófust strax í kjölfarið og þeim lauk síðla sumars 2020, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Í bókuninni segir enn fremur að betra hefði verið að hugsa til enda allar breytingar á þessu svæði svo þær mætti meta heildstætt og áhrifin sem breytingarnar og framkvæmdirnar hafa til skamms tíma og frambúðar. Umhverfis- og heilbrigðisráð tók undir umsögn skrifstofu umhverfisgæða, sem kynnt var á fundinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert