Nokkuð um umferðaróhöpp

Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni.

Þriggja bifreiða árekstur varð á Njarðarbraut þegar bifreið var ekið aftan á aðra sem þá hafnaði á þriðju bifreiðinni sem var kyrrstæð. Tveir kenndu verkja eftir óhappið en ekki var um meiri háttar meiðsl að ræða.

Þá varð umferðaróhapp, einnig á Njarðarbraut, þegar bifreið var ekið inn í hlið annarrar. Engin meiðsl urðu á fólki. Ökumaður ók svo út af á Norðurljósavegi og varð bifreiðin óökuhæf en ökumann sakaði ekki.  

Enn fremur var tilkynnt um skemmdarverk á leikskólabyggingu þar sem sex rúður höfðu verið brotnar. Einnig voru unnin skemmdarverk á bifreið þar sem rúður höfðu verið brotnar og stungið á fjóra hjólbarða. Eru málin í rannsókn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert