Snjóaði fyrir norðan og austan

Veðrið er afskaplega milt á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana.
Veðrið er afskaplega milt á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. mbl.is/​Hari

Útlit er fyrir suðaustan 5-13 m/s á Suður- og Vesturlandi með dálítilli vætu í dag. Hiti 2 til 6 stig. Í gærkvöldi og í nótt snjóaði um tíma norðaustan- og austanlands en í dag léttir til og þar má búast við frosti á bilinu 0 til 5 stig.

Á morgun er spáð suðlægri átt á bilinu 3-10 m/s. Skýjað og úrkomulítið um landið vestanvert, en bjartviðri austanlands. Hiti víða á bilinu 1 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðlæg átt 3-10 m/s. Skýjað og lítils háttar væta vestan til á landinu en bjartviðri um landið austanvert. Hiti 1 til 6 stig.

Á föstudag:
Hæg suðlæg átt. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt en dálítil rigning með suðurströndinni. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Austlæg átt 3-8 en 8-13 með norðurströndinni. Skýjað og dálítil væta á köflum og hiti 1 til 6 stig en él norðaustan til á landinu og vægt frost.

Á sunnudag:
Sunnan 5-13 og rigning með köflum en þurrt norðaustanlands. Hiti 1 til 6 stig.

Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt og víða rigning eða slydda, hiti 1 til 6 stig. Hvöss norðaustanátt á Vestfjörðum, snjókoma og vægt frost.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðanátt með snjókomu, en þurrt að mestu á sunnanverðu landinu. Frystir um allt land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert