Tvær líkamsárásir í nótt

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvær líkamsárásir komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir eru í haldi lögreglu í tengslum við árásirnar. 

Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um líkamsárás í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglu er um minni háttar áverka að ræða. Einn var handtekinn og gistir hann fangageymslu en ekkert kemur fram hvar árásin átti sér stað annað en að hún var í umdæmi lögreglustöðvar 3 sem fer með málefni Kópavogs og Breiðholts. Önnur líkamsárás var tilkynnt í umdæmi lögreglustöðvar 1 en hún annast Seltjarnarnes, Vesturbæ, miðborg og Austurbæ. Í þessu máli var einn handtekinn og gistir hann fangageymslu.

Ýmislegt er tiltekið í dagbók lögreglunnar. Svo sem þjófnaður úr verslunum, innbrot og bílþjófnaður. Rúðubrot og fólk í annarlegu ástandi og umferðaróhöpp. 

Síðdegis í gær var tilkynnt um fimm ára barn sem hafði slasast á fæti. Það var flutt á bráðamóttöku Landspítalans með sjúkrabifreið til frekari skoðunar.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert