Ber brigður á skýringar ráðuneytisins um póstþjónustuna

mbl.is/Sigurður Bogi

Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður telur að það fái ekki staðist, sem samgönguráðuneytið heldur fram, að ákvæði póstlaga um gjaldskrá alþjónustu sé „ekki að öllu leyti virkt“.

Umrædd málsgrein í póstlögunum kveður á um að gjaldskráin skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. En einkaaðilar halda því fram að Íslandspóstur niðurgreiði sendingar. Aðalfundur Íslandspósts fer fram í dag. 

Samgönguráðuneytið kveðst ekki vera í stöðu til að svara fyrir meintar niðurgreiðslur Íslandspósts á pakkasendingum út á land, eftir að landið varð að einu gjaldsvæði árið 2020.

Ráðuneytið bendir á að samkvæmt 2. mgr. 17. gr. laga um póstþjónustu skulu gjaldskrár fyrir alþjónustu vera þær sömu um allt land. Í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 1/2021, einkum kafla 3.6.4., sé að finna túlkun stofnunarinnar á umræddri lagagrein, s.s. markmiði og tilgangi hennar, m.a. með tilliti til byggða- og jafnræðissjónarmiða.

Samtök verslunar og þjónustu hafa sakað Póstinn um að niðurgreiða pakkasendingar út á land. Hefur lögmaður SVÞ sagt það fara gegn áðurnefndri 17. gr. póstlaga um að gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli endurspegla raunkostnað að viðbættum hæfilegum hagnaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert