Beint: Er borgarlínan lausnin?

Á fundinum munu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, …
Á fundinum munu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, Hrafnkell Proppé, forstöðumaður borgarlínunnar hjá Vegagerðinni, Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarverkfræðingur Kópavogsbæjar, Sigríður Á. Andersen, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, og Árni Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna ohf., ræða borgarlínuna út frá ýmsum hliðum. Ljósmynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins stendur fyrir fundi í Valhöll í dag um borgarlínu, en frumdrög fyrir fyrsta áfanga hennar eru nú til kynningar. Hér að neðan má finna streymi að fundinum.

Á fundinum munu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, Hrafnkell Proppé, forstöðumaður borgarlínunnar hjá Vegagerðinni, Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarverkfræðingur Kópavogsbæjar, og Sigríður Á. Andersen, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, ræða borgarlínuna út frá ýmsum hliðum.

Eftir það mun gestum fundarins gefast kostur á að spyrja spurninga en auk frummælanda verður í pallborði Árni M. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra og núverandi stjórnarformaður Betri samgangna ohf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert