Jarðskjálfti upp á 4,2 stig

Fagradalsfjall á Reykjanesi.
Fagradalsfjall á Reykjanesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kröftugur jarðskjálfti varð á Reykja­nesskaga klukk­an 17.06. Skjálft­inn varð um tvo km norðaustur af Fagradalsfjalli og var 4,2 að stærð.

Skjálftinn fannst vel á öllu Reykjanesinu, sem og höfuðborgarsvæðinu.

Um er að ræða sjötta skjálftann sem mælist 3 eða stærri í jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga frá því í hádeginu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert