Aldrei færri slasast frá 1992

Umferðarslys í Kollafirði.
Umferðarslys í Kollafirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slysum í umferðinni fækkaði umtalsvert á seinasta ári og á faraldur kórónuveirunnar og minni umferð vegna sóttvarnaaðgerða án vafa stóran þátt í þeirri þróun. Skráð slys og óhöpp í umferðinni í fyrra voru samtals 5.504 en voru 6.619 á árinu á undan.

Hins vegar létu fleiri lífið í umferðarslysum í fyrra en árið á undan eða átta einstaklingar í sjö slysum, sjö karlmenn og ein kona. Sá yngsti sem lést var 28 ára og sá elsti 92 ára.

Í nýútkominni skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á seinasta ári er bent á að Ísland er í hópi þeirra þjóða þar sem fæstir láta lífið í umferðinni miðað við höfðatölu.

Fram kemur að alvarlega slösuðum fækkaði talsvert á milli ára eða úr 182 í 149 og er Ísland komið vel undir markmið um fækkun slysa sem sett voru í umferðaröryggisáætlun eða um 9% og var þeim markmiðum náð í fyrra í fyrsta sinn síðan þau voru sett fram.

„Lítið slösuðum fækkar einnig, úr 948 í 858, og lækkar þar með heildarfjöldi slasaðra og látinna úr 1.136 í 1.015 eða um 10,7%. Hafa aldrei færri slasast í umferðinni frá því núverandi skráningarfyrirkomulag var tekið upp árið 1992,“ segir í slysaskýrslunni, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert