Samþætta leiðakerfi félagsins

Farþegar stíga um borð í vél til Akureyrar snemma í …
Farþegar stíga um borð í vél til Akureyrar snemma í gærmorgun. mbl.is/Árni Sæberg

Auður djúpúðga, Bombardiervél Icelandair, fór í gærmorgun í sitt fyrsta flug til Akureyrar eftir að leiðakerfi Air Iceland Connect og Icelandair var samþætt. Jafnframt hefur allt sölu- og markaðsstarf í innanlandsfluginu verið sameinað undir vörumerki Icelandair.

Áfangastaðir Icelandair í innanlandsflugi verða áfram Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður og Vestmannaeyjar. Verða þeir sýnilegir á heimasíðu Icelandair í gegnum eina leit, einn farmiða og tengingu við leiðakerfið í Evrópu og N-Ameríku.

Eftir samþættinguna breytist samstarf Norlandair við félagið þannig að flug á áfangastaði Norlandair verður einungis fáanlegt á heimasíðu þeirra en ekki í gegnum bókunarsíðu Icelandair.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert