Skemmdir á vegi vegna skjálftanna

Suðurstrandarvegur. Fylling utan á öxlum vegarins hefur sigið og sprunga …
Suðurstrandarvegur. Fylling utan á öxlum vegarins hefur sigið og sprunga myndast. Vegrið nýtur ekki lengur fulls stuðnings frá uppistöðum sínum. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegagerðarmenn hafa þrengt að umferð á Suðurstrandarvegi nálægt Festarfjalli, lækkað hámarkshraða og sett þungatakmarkanir á vegna skemmda sem komu í ljós í fyrradag og í gærmorgun. Skemmdirnar eru afleiðingar jarðskjálfta sem þar hafa orðið.

Sprungur hafa myndast við axlir og í fyllingu og fylling einnig sigið töluvert þannig að vegrið hefur ekki fullan stuðning á nokkrum köflum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegurinn hefur einnig sprungið þvert á nokkrum stöðum. Ekki er að sjá að vegurinn sjálfur hafi sigið.

Þrengt er að umferð þar sem mestu skemmdirnar eru. Stórir flutningabílar geta ekki notað veginn á meðan sjö tonna þungatakmarkanir eru í gildi.

Eftir er að skoða skemmdirnar betur og meta burð í vegbrúninni, að því er G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert