Hópbílar fá fimm nýja bíla í flotann

Rútur. Tvær af þeim nýju á flotastöð Hópbíla á Hvaleyrarholti …
Rútur. Tvær af þeim nýju á flotastöð Hópbíla á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Á dögunum afhenti Vélrás, umboðsfyrirtæki VDL á Íslandi, Hópbílum í Hafnarfirði fimm nýjar hópferðabifreiðar af umræddri gerð. Bílar þessir eru allir 15 metra langir og taka 61-63 farþega.

Hjá Hópbílum er ætlunin að nota þessa bíla í strætóferðir út á land, skv. samningi sem fyrirtækið gerði við Vegagerðina. Þrír af bílunum fimm eru búnir hjólastólalyftum. Slíkt er nýjung í almenningssamgöngum og verður þessi þjónusta í boði á flestum leiðum, en panta þarf fyrir fram.

Bílarnir nýju eru allir búnir fullkomnum öryggisbúnaði. Þar má nefna þriggja punkta öryggisbelti í öllum sætum, sjálfvirka neyðarbremsu, línuvara og sjálfvirkan hraðastilli. Eins eru bílarnir búnir öflugu hita- og kælikerfi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert