Vegagerðin flytur í Garðabæ í maí

Suðurhraun 3. Framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar hafa gengið vel. …
Suðurhraun 3. Framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar hafa gengið vel. Nú er stefnt að því að stofnunin flytji starfsemi sína þangað í maí. mbl.is/sisi

Vegagerðin undirbýr nú flutning höfuðstöðvanna frá Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Miðað er við að það verði í maí næstkomandi, samkvæmt upplýsingum G. Péturs Matthíassonar upplýsingafulltrúa.

Með nýjum höfuðstöðvum verður starfsemi Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu sameinuð á einn stað en hún er nú á þremur stöðum; í Borgartúni, Vesturvör í Kópavogi og í Hringhellu í Hafnarfirði.

„Þetta verður mikil breyting og menn spenntir yfir því að fara að vinna í nútímalegu vinnuumhverfi,“ bætir G. Pétur við í Morgunblaðinu í dag. Í allt munu um 130 manns vinna á nýja staðnum.

Vegagerðin hefur allt frá upphafi haft höfuðstöðvar í Reykjavík og jafnan verið tengd Borgartúni 5-7 enda verið þar með starfsemi í tæp 80 ár, eða allt frá árinu 1942.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert