Rannsaka efni í nýlögðum vegi í Biskupstungum

Framkvæmdir við Reykjaveginn hafa staðið yfir síðan ífyrra, en þá …
Framkvæmdir við Reykjaveginn hafa staðið yfir síðan ífyrra, en þá var þessi mynd tekin, séð frá Biskupstungnavegi. Ljósmynd/JGR

Verktaki og eftirlitsmenn Vegagerðarinnar kanna nú orsakir ójafna í nýjum vegi um Reykjaheiði í Biskupstungum, sem lagður var síðasta sumar. Þegar frost kom í jörðu í haust sem leið mynduðust bylgjur í veginum sem þykja hafa lyftst meira en eðlilegt getur talist.

„Þetta er meira en eðlilegt sig í nýjum vegi,“ sagði Illugi Þór Gunnarsson hjá Vegagerðinni á Selfossi í samtali við Morgunblaðið í gær. Hvað ástæðum viðvíkur beinast sjónir að efninu sem notað var í veginn, en það var tekið úr skeringum nærri vegstæði.

Vegurinn á Reykjaheiði er 8,4 kílómetra langur og liggur frá Torfastöðum að Efri-Reykjum – og tengir saman Reykholtssvæðið og svonefnda Hlíðabæi, þar sem í grennd er Brúarárfoss. Þetta er fjölfarin leið og fyrri vegur annaði ekki lengur álagi. Framkvæmdir hófust fyrir einu og hálfu ári og á að ljúka í sumar.

„Efnið sem við tókum í veginn átti að vera mjög gott, en nú velta menn fyrir sér hvort of mikill leir hafi verið í því,“ segir Ólafur Einarsson, framkvæmdastjóri Þjótanda hf. um þetta mál í Morgunblaðinu i dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert