Slæmt skyggni á Kjalarnesi

mbl.is/Sigurður Bogi

Búið er að opna veginn milli Þingvallavegar og Esjumela sem var lokaður vegna umferðaróhapps fyrr í dag. Slæmt skyggni er á Kjalarnesi og erfið akstursskilyrði. Hálka er á Holtavörðuheiði en stórhríð og mjög blint uppi á heiðinni.

Vetrarfærð er um land allt og víða allhvasst og lélegt skyggni. Hálka eða hálkublettir eru víða á Suðvesturlandi og skafrenningur. Þungfært er og skafrenningur milli Kjósar og Botns í Hvalfirði.

Hálka eða snjóþekja allvíða á Vestfjörðum, skafrenningur eða éljagangur. Hríð er í Húnavatnssýslum, slæmt skyggni en ekki mikil fyrirstaða á vegi.

Hálka eða snjóþekja víða á vegum á Norðurlandi, skafrenningur og éljagangur en þó þæfingsfærð enn á nokkrum leiðum en unnið er að mokstri. Vegurinn um Þverárfjall er lokaður vegna veðurs. Víða snjóþekja eða þæfingsfærð og skafrenningur á Norðausturlandi. Þungfært er á Hólasandi.

Víða hálka eða hálkublettir, skafrenningur og éljagangur á Austurlandi.

Hálka, snjóþekja og jafnvel þæfingur á vegum á Suðurlandi og víða skafrenningur. Mjög hvasst er undir Eyjafjöllum og skyggni mjög slæmt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert