Missti stjórn á bílnum og hafnaði á tré

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Tilkynnt var umferðaróhapp í Árbænum upp úr miðnætti.

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, fór yfir umferðareyju og aðrein og hafnaði á tré.

Tveir farþegar voru í bifreiðinni. Öll voru þau skráð slösuð og flutt með sjúkrabifreið á bráðadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað nánar um áverkana, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bifreiðin var fjarlægð með Króki.

Bifreið var stöðvuð í Kópavogi um tíuleytið í gærkvöldi eftir að henni hafði verið ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Nokkrir ökumenn til viðbótar voru einnig stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða hvors tveggja.

Kertastjaka stolið 

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í hverfi 108 laust fyrir klukkan 20 í gærkvöldi. Þar var spenntur upp gluggi og stolið kertastjaka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert