Átta umferðaróhöpp en lítið um hraðakstur

Lítið var um hraðakstur í liðinni viku á Suðurlandinu.
Lítið var um hraðakstur í liðinni viku á Suðurlandinu. mbl.is/Árni Sæberg

Langt er síðan jafn fáir hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og í síðustu viku. Einungis er um níu tilvik hraðaksturs í liðinni viku að ræða, sjö þeirra á svæði þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund og tvö á svæði þar sem hann er 70.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Viðkomandi reyndist vera sviptur ökuréttindum. 

Átta umferðaróhöpp urðu í umdæminu í vikunni, sjö þeirra án meiðsla. Í einu tilviki urðu slys á fólki á Suðurlandsvegi við Arnarbæli. Ökumaður fipaðist við akstur og snerist bifreið hans á veginum áður en hún lenti framan á bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt og kastaðist síðan út fyrir veg og stöðvaðist í skurði þar. Í bifreiðinni sem snerist voru tveir aðilar en einn í þeirri sem hún lenti á. Öll flutt til aðhlynningar á sjúkrahús en meiðsl talin minni en ætlað var í fyrstu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert