Göngin uppfylli ekki nútímakröfur

Múlagöng.
Múlagöng. Ljósmynd/Vegagerðin

Forsvarsmenn Vegagerðarinnar segja klæðningu í Múla- og Strákagöngum í Fjallabyggð ekki uppfylla kröfur sem gerðar eru til nýrra ganga. Kostnaðarsamt er að bæta úr klæðningunum og þarf sérstakar fjárveitingar til. 

Þetta kemur fram í frétt Akureyri.net. 

Ámundi Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, hef­ur lengi vakið at­hygli á eld­hættu í Múlagöngum, en þau eru klædd afar eld­fimu efni sem hann seg­ir nauðsyn­legt að sprauta yfir með steypu, en ekki skilja eft­ir bert.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir við Akureyri.net að fram komi í bréfi frá stofnuninni að öll göng á Tröllaskaga hafi verið byggð með hliðsjón af gildandi norskum staðli á þeim tíma sem þau voru á hönnunarstigi en ekki sé miðað við að staðlarnir gildi afturvirkt. Strákagöng voru tekin í notkun 1967 og Múlagöng 1990. 

Fram kemur í bréfinu að reglugerð um öryggiskröfur gildi ekki fortakslaust um göng á Tröllaskaga þar sem þau séu ekki hluti samevrópska vegakerfisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert