Tvær rútuferðir á dag að gosinu

Gosferðalangar. Stöðugurstraumur hefur verið að gosinu.
Gosferðalangar. Stöðugurstraumur hefur verið að gosinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kynnisferðir bjóða upp á sætaferðir milli Umferðarmiðstöðvarinnar BSÍ og upphafs gönguleiðarinnar að gosstöðvunum í Geldingadölum austan við Grindavík.

Farnar verða tvær ferðir á dag næstu daga, nema á föstudaginn langa og páskadag verða engar ferðir.

Fyrri ferð hvers dags er klukkan 11.00 að morgni og svo síðdegisferð klukkan 16.30 fyrir þá sem vilja sjá eldgosið eftir að dimmir. Ferðir til baka frá Suðurstrandarvegi eru klukkan 18.00 fyrir morgunferðina og svo klukkan 23.30 fyrir seinni ferðina. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði að undanþága vegna fjöldatakmarkana gildi fyrir hópferðabíla, almenningssamgöngur, innanlandsflug og ferjur.

„Til að byrja með var töluverð aðsókn, svo dró aðeins úr henni,“ segir Björn í Morgunblaðinu i dag. Fyrst voru notaðar stórar rútur en nú er yfirleitt farið á 19 sæta bílum. Það hefur aðallega verið fólk búsett hér sem hefur notfært sér ferðirnar, enda ekki margir erlendir ferðamenn á landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert