Eldur í húsi á Ránargötu

Húsnæðið var reykræst.
Húsnæðið var reykræst. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kom upp í húsi á Ránargötu í miðbæ Reykjavíkur á tíunda tímanum í kvöld. Slökkviliði barst tilkynning um dökkan reyk sem kom úr húsi og voru dælubílar sendir á vettvang.

Í ljós kom að eldsvoðinn reyndist vera mun minni en óttast var í upphafi. Slökkviliðsmenn þurftu þó að reykræsta húsnæðið.

Engin slys urðu á fólki og enginn þurfti á aðhlynningu að halda.

Ekki var um mikinn eld að ræða eins og óttast …
Ekki var um mikinn eld að ræða eins og óttast var í fyrstu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert