Lög um trúfélög hafa verið misnotuð

Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur telur að lögin um trúfélög frá 2013 hafi reynst afar illa og að ekki verði hjá því komist að endurskoða þau frá grunni. Lögin hafi verið misnotuð með grófum hætti og ríkisvaldið látið nota sig. Ekki sé á betra von í nýju stjórnarfrumvarpi um þjóðkirkjuna, sem lagt var fram í nýliðnum mánuði, en þar sé kirkjan skilgreind eins og hver önnur frjáls félagasamtök, þar sem alfarið sé litið hjá hinu sérstaka eðli kirkju og trúfélaga.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í páskaþætti Þjóðmálanna í Dagmálum, streymisþáttum fyrir áskrifendur Morgunblaðsins. Þar ræðir Andrés Magnússon við Kristrúnu og síra Svein Valgeirsson dómkirkjuprest um trú og sið, helgihald og andlegt samfélag, á dögum félagsmiðla og félagsfirðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert