Kvikan frumstæðari en áður

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Styrkur snefilefna og samsætuhlutföll blýs (Pb) hafa verið mæld í hrauninu í Geldingadölum. Mælingarnar staðfesta að kvikan er frumstæðari en í öðrum gosum á sögulegum tíma á Reykjanesi.

Kvikan ber öll merki nýlegrar og lítt breyttrar möttulbráðar sem hefur risið hratt frá myndunarstað sínum, að því er segir á vefsíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

„Samsetning kvikunnar einkennist af lágum styrk utangarðsefna (frumefni sem velja vökva fram yfir kristalla), lágu hlutfalli léttari á móti þyngri sjaldgæfu jarðmálmunum (þ.e. lágt LREE/HREE) og lágum samsætuhlutföllum Pb í samanburði við önnur söguleg hraun skagans. Þessar frumniðurstöður benda til uppruna kvikunnar við bræðslu á möttulefni sem þegar hefur gengið í gegnum umtalsverða hlutbræðslu undir Reykjanesi,“ segir á síðunni.

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert