Gossvæðið lokað í dag

Frá gosstöðvunum í gær.
Frá gosstöðvunum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki verður opnað fyrir umferð um gossvæðið við Fagradalsfjall í dag. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í gær og í nótt varð landsig á milli sprungnanna sem bendir til þess að þar geti opnast ný gossprunga og því ljóst að miklar umbreytingar eru á svæðinu.

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag að sérfræðingar væru að leggja mat á atburðarásina og viðbragðsaðilar að endurmeta stöðuna og skoða hvernig tryggja megi öryggi fólks á svæðinu.

Rögnvaldur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Rögnvaldur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert