Fossvogsbrúin boðin út að nýju

Fossvogsbrúin verður um 270metra löng og mun tengja Reykjavík og …
Fossvogsbrúin verður um 270metra löng og mun tengja Reykjavík og Kópavog. Ljósmynd/Vegagerðin

Ríkiskaup fyrir hönd Vegagerðarinnar hafa boðað til opinnar hönnunarsamkeppni um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog. Bygging brúarinnar er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar.

Þetta er í annað skiptið sem efnt er til útboðsins. Áður var efnt til útboðs seinni hluta árs 2019 og í janúar 2020 var tilkynnt um val þátttakenda í forvali samkeppninnar, sex teymi alls. Í júlí sama ár felldi kærunefnd útboðsmála valið úr gildi og taldi að skilmálar hins kærða forvals hefðu ekki samrýmst meginreglum laga um opinber innkaup. Því þurfti að hefja útboðsferlið upp á nýtt með tilheyrandi töfum.

Samkvæmt drögum að tímalínu fyrir keppnina, sem birt voru í desember sl., var áætlað að hún yrði auglýst í ársbyrjun 2021 og tilboð opnuð 28. febrúar. Sú tímalína stóðst ekki.

Brú yfir Fossvog er ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð almenningsvagna (borgarlínu) yfir Fossvog, frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðausturhluta Kársnestáar. Venjuleg bílaumferð verður óheimil. Brúin verður 270 metrar. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert