Flutningabifreið sat föst á Jökuldal

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Flutningabifreið sat föst á veginum við Skjöldólfsstaðahnjúk á Jökuldal í nótt en að sögn Örlygs Svavarssonar, sem er við snjóruðning fyrir Vegagerðina, tókst að losa bílinn í morgun.

Búið er að ryðja og veðrið að mestu gengið niður. Slæmt veður var á Austfjörðum og Suðausturlandi í gær og í nótt. Um er að ræða leiðina upp úr Jökuldal upp á Háreksstaðaleið.

Vegurinn um Breiðdalsheiði er ófær og eins er vegurinn um Öxi lokaður vegna snjóa. Varað er við snörpum vindhviðum í Hamarsfirði að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert