„Ansi mörg sem höfum fengið þetta“

Leikskólinn Jörfi í Hæðargarði.
Leikskólinn Jörfi í Hæðargarði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég ligg bara hérna í rúminu,“ segir Bergljót Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Jörfa þar sem alls hafa 15 starfsmenn og sjö börn greinst smituð af Covid-19. Í leikskólanum eru tæplega 100 börn og þar starfa 33.

Ekki er búið að skima alla á leikskólanum en hann verður lokaður út vikuna hið minnsta enda allir nemendur og starfsfólk í sóttkví.

„Við erum ansi mörg sem höfum fengið þetta,“ segir Bergljót.

Har­ald­ur Freyr Gísla­son, formaður Fé­lags leik­skóla­kenn­ara, seg­ir mál­efna­leg rök fyr­ir því að starfs­fólki leik­skóla verði for­gangsraðað þegar kem­ur að átt­unda hópi for­gangs­röðunar bólu­setn­ing­ar.

Bergljót segir þetta augljósa staðreynd og hópsmitið á Jörfa sýni mikilvægi þess að bólusetja leikskólastarfsfólk, sem á erfiðara en margir með að halda fjarlægð í vinnu, sem fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert