Mest virkni í nýju gígunum

Virkasti gígurinn sést vel á vefmyndavél mbl.is en gufan til …
Virkasti gígurinn sést vel á vefmyndavél mbl.is en gufan til hægri er ekki til merkis um nýtt gosop heldur brennandi mosa. Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is

Mest gosvirkni er nú í nýjustu gígunum á gossvæðinu og einkum í gígnum sem sést á vefmyndavél mbl.is

Gufu leggur frá jörðinni í nágrenni við virkasta gíginn og vöknuðu þá grunsemdir meðal gosáhugamanna um að nýr gígur hefði opnast.

Náttúruvárfræðingur Veðurstofu á svæðinu staðfesti hins vegar að svo væri ekki, um væri að ræða brennandi mosa. 

Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu, segir að hitinn á svæðinu geri þetta að verkum en engin virkni er lengur í syðsta gígnum og þeim nyrsta, fyrir utan litla gufu sem leggur frá þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert