EasyJet flýgur frá Bristol til Keflavíkur

EasyJet ætlar ekki að missa af því.
EasyJet ætlar ekki að missa af því. AFP

Lággjaldaflugfélagið EasyJet mun fljúga beint áætlanaflug frá Bristol-flugvelli í suðvestur Englandi til Keflavíkur, frá og með frá 31. október næstkomandi. Fargjaldið er sagt að muni nema frá um 15 þúsund krónum. Á mánudag verður Bretum leyft að hefja sig til flugs á ný, í frí erlendis. 

Þetta kemur fram í staðarmiðlum Bristol og nágrennis.

Einnig horfa bresk flugfélög til Portúgal sem mögulegs áfangastaðar auk Íslands, á meðan reynt verður að forðast flug til landa sem skilgreind eru sem hááhættusvæði, eða „rauð lönd“ á lista breskra heilbrigðisyfirvalda. 

Ea­syJet seg­ir að ekki verði flogið til landa sem eru rauð og að þeir sem eigi bókað flug til gulra landa geti breytt bók­un­inni án end­ur­gjalds eða fengið inn­eign. 

Brit­ish Airways mun aðeins end­ur­greiða ef flug­inu er af­lýst en aðrir geti óskað eft­ir því að fá inn­eign­arnótu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert