Hraunið stefnir í átt að varnargörðunum

Enn gýs í Geldingadölum.
Enn gýs í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skömmu fyrir klukkan átta í kvöld varð hrun í megingígnum í Geldingadölum og sjá má á vefmyndavél RÚV hvernig hraunelfurin streymir nú til suðurs í átt að varnargörðunum sem þar hafa verið mótaðir úr jarðveginum.

Að beiðni björgunarsveitarinnar Þorbjarnar hefur vefmyndavélinni á RÚV verið snúið á þann veg að hægt sé að fylgjast með hrauninu nálgast varnargarðana. 

Elfurin rennur nú til suðurs.
Elfurin rennur nú til suðurs. Skjáskot/Ríkisútvarpið

Aðeins tvennt í stöðunni

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar, segir hraunið stefna í áttina að varnargörðunum en sé ekki enn komið þangað.

Aðspurður segist Bogi ekki hafa miklar áhyggjur af því að hraunið fari yfir varnargarðana. „Þetta fer annað hvort að þeim eða yfir þá. Það er bara tvennt í stöðunni,“ segir Bogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert