Nemendur fái að bregða sér í hlutverk borgarfullrúa

Ráðhússalurinn er ekki nýttur alla daga vikunnar.
Ráðhússalurinn er ekki nýttur alla daga vikunnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tillaga um að setja í gang verkefni svipað því sem Alþingi rekur undir heitinu Skólaþing, nema á vegum Reykjavíkurborgar, var samþykkt á fundi forsætisnefndar síðasta föstudag. Mun starfshópur hefjast handa við skýrslu sem metur kostnað og mögulegar útfærslur og verður hún svo aftur lögð fyrir forsætisnefnd sem tekur endanlega ákvörðun um framhaldið. Var þetta síðasta tillaga Pawel Bartoszek sem forseti borgarstjórnar.

Pawel hefur séð fyrir sér að þetta verði útfært með svipuðum hætti og Skólaþing en hann hefur verið mjög hrifinn af þessu frumkvæði þingsins. Krökkum í 10. bekk hefur verið boðið að mæta á staðinn í nokkrar klukkustundir og bregða sér í hlutverk þingmanna. Þau fá þá ákveðin málefni í hendurnar og fá tækifæri til að leiða þau til lykta með starfsháttum og verkferlum alþingis.

Blóðflæðið og dýnamíkin sem ráðhússalurinn þarf

Hjá Reykjavíkurborg væri þetta þá þannig að krakkarnir fengju að bregða sér í hlutverk sveitastjórnarfulltrúa. Í því fælist að sitja nefndarfundi og fá tillögur sem þau vinna með og ákveða að breyta, samþykkja eða synja. Kallar þetta á að borgin búi til námsefni sem tekur mið af öllum þroskastigum. 

Í dag er ráðhússalurinn í raun vannýttur og því væri mögulegt að bjóða skólahópum þangað, meðan Skólaþing er hinsvegar haldið utan við alþingi í sérstöku húsnæði. Í samtali við mbl lýsti Pawel því hvað sér þótti vænt um, þegar hann var á þingi að fá þennan gegnumgang af krökkum að kynna sér störf þingsins og tala við kjörna fulltrúa. Trúir hann því að svona verkefni í ráðhúsinu sé einmitt „blóðflæðið og dýnamíkin sem þetta hús þarf”.

Kalla fram lýðræðislegan skilning á forgangsröðun

Pawel telur að svona verkefni geti orðið til þess að umræða borgaranna um pólitík verði dýpri. Með því að auka skilning krakka og svo fólks alls á því að lýðræðislega kjörnir fulltrúar standa oft frammi fyrir erfiðum ákvörðunum  um forgangsröðun verkefna þar sem fjárhagsramminn er þröngur enda sé þetta ekki alltaf spurning um rétt eða rangt. Sem dæmi má nefna að ákvörðun um ókeypis skólamat hefði óhjákvæmilega þau áhrif að draga þurfi úr annarsstaðar.

Til er fjöldi félagsmálastarfa sem ungt fólk getur tekið þátt í, í gegnum nemendafélög, en svona verkefni ætti að standa til boða fyrir alla óháð áhugasviði, bakgrunni eða félagslegrar stöðu. Það er mikilvægt að kynna pólitík líka fyrir krökkum sem hefðu annars ekki leiðst út í hana og gefa þeim tækifæri til að máta sig í hlutverkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert