„Gígurinn að lokast smátt og smátt“

Eldgosið á Reykjanesi.
Eldgosið á Reykjanesi. mbl.is/Árni Sæberg

„Núna er gígurinn að lokast smátt og smátt. Sérstaklega þessi rás, það er að hlaðast yfir hana smátt og smátt líka. Svo koma þessar gusur yfir og þær bara bæta á þakið,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor hjá Jarðvísindastofnun og vísar í gíg eldgosins á Reykjanesskaga sem sést hvað best frá Gónhóli og í vefmyndavél mbl.is. 

Hann segir aðalflæðið úr gígnum vera undir hrauni sem aldrei hefur sést á yfirborðinu.

Er þetta þá ekki orðið dyngjugos?

„Þetta er að nálgast það. Það er ekki alveg orðið það ennþá en þetta er allt á réttri leið. Þróunin er öll í þá átt.“

Hann segist ekki tilbúinn að fella dóm um dyngjugos fyrr en stór hrauntjörn myndist og að hún þurfi að vera yfir gígnum. 

„Það sem gerist þegar slík tjörn myndast er að það streymir inn í hana að neðan og jafnt streymi út úr henni í hina og þessa átt. Tjörnin miðlar hraunkvikunni og þá hleðst upp með tímanum jafn umhverfis gíginn. Þá fer að fer að koma skjaldarlögun á þetta. Hún er þegar byrjuð.“

Með því vísar Þorvaldur í vefmyndavél mbl.is á Langahrygg. „Á milli reykstrókanna sérðu pollinn. Þá sést hvernig þetta er orðið eins og hálfur skjöldur.“

Hellamyndun frá byrjun 

Spurður hvort að holurnar sem hraunið rennur ofan í séu hraungöng sem síðar verði hellar segir Þorvaldur að svo hafið verið frá byrjun eldgossins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert