Síminn fer inn á kerfi GR í haust

Ljósleiðari Gagnaveitunnar nær til 107 þúsund heimila.
Ljósleiðari Gagnaveitunnar nær til 107 þúsund heimila. mvl.is/Ómar Óskarsson

Tafir hafa orðið á því að þjónusta Símans verði aðgengileg á ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur en samkomulag þess efnis var kynnt í júlí í fyrra.

Fyrirtækin sömdu um að Síminn leigi aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar og við það tækifæri var boðað að vinna við tæknilegan undirbúning þessa væri hafin en þjónusta Símans yrði aðgengileg á ljósleiðara GR í byrjun þessa árs.

„Innleiðingin við að koma okkur inn á kerfi GR hefur tafist en nú er verið að vinna í því fullum fetum. Áætlað er að Síminn fari inn á kerfi GR á þriðja ársfjórðungi 2021,“ segir Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, í Morgunblaðinu í dag.

„Heimsfaraldur og forgangsröðun verkefna hefur haft hvað mest að segja um þessa seinkun, en einnig að innleiðingin er tæknilega flókin og tíma tók að greina verkefnið í þaula svo hún verði sem best úr garði gerð,“ segir Guðmundur enn fremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert