Bílastæði víkja fyrir skiltum

Reykjavíkurborg segir mikilvægt að halda gangstéttum í miðbænum algerlega hindrunarlausum …
Reykjavíkurborg segir mikilvægt að halda gangstéttum í miðbænum algerlega hindrunarlausum fyrir þann fjölda fólks sem þar er að jafnaði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þeir ökumenn sem lagt hafa leið sína í miðbæ Reykjavíkur nýverið hafa vafalítið tekið eftir upplýsingaskiltum Amnesty International sem búið er að setja í Pósthússtræti við Austurvöll, beint fyrir framan Hótel Borg. Skiltin standa á steinsteyptum sökklum og er búið að koma þeim vandlega fyrir í alls sjö bílastæðum.

Verslunarmaður í miðbænum sem Morgunblaðið ræddi við segist hissa á staðsetningunni, lítið mál sé að koma skiltunum fyrir á gangstétt við hliðina á bílastæðunum eða á sjálfum Austurvelli. Þar hafi sambærileg skilti margsinnis fengið að standa.

Reykjavíkurborg gaf leyfi fyrir því að leggja bílastæðin undir skiltin. Í svari borgarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að um sé að ræða „part af viðburðadagskrá Borgarinnar okkar“ og að skiltin hafi verið sett upp 26. maí sl.

Engin dagsetning liggur fyrir um það hvenær skiltin verða fjarlægð, búið sé að samþykkja ljósmyndasýningar í stöndunum út september. Þá segir Reykjavíkurborg ekki hægt að staðsetja skiltin annars staðar en á bílastæðunum því á svæðinu er „jafnan mikið mannlíf og halda þarf aðgengi á gangstétt óskertu fyrir gangandi vegfarendur“. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert