Helmingur áhugasamur um skattgreiðslur annarra

Skatturinn.
Skatturinn. mbl.is/sisi

Í ágúst munu landsmenn aftur geta nálgast upplýsingar í álagningaskrá á skrifstofu Skattsins um hvað aðrir greiddu skatt á liðnu ári. Skiptar skoðanir eru um hvort landsmenn eigi að geta nálgast upplýsingar um skattgreiðslur annarra. 

Fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup að ríflega helmingur þátttakenda er fylgjandi því að landsmenn geti nálgast upplýsingar um hvað aðrir greiða í skatt, eða rúmlega 52%. Rösklega fimmtugur er aftur á móti andvígur því, eða nær 22%. Ríflega fjórðungur segist loks hvorki fylgjandi né andvígur því, eða tæp 26%. 

Karlar eru frekar fylgjandi því en konur að landsmenn geti nálgast upplýsingar um hvað aðrir greiða í skatt. Munur kemur fram eftir því hvað fólk kysi ef gengið yrði til alþingiskosninga í dag. Hlutfall þeirra sem eru fylgjandi því er lægst meðal þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokkinn, næstlægst meðal þeirra sem kysu Framsóknarflokkinn en þar á eftir koma þeir sem kysu Viðreisn, Vinstri græn eða Miðflokkinn. Það er svo hærra meðal þeirra sem kysu Samfylkinguna, enn hærra meðal þeirra sem kysu Pírata og hæst meðal þeirra sem kysu aðra flokka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert