Löng röð í Hvalfjarðargöngin

Röðin er óvenjulega löng.
Röðin er óvenjulega löng. Ljósmynd/Aðsend

Löng bílaröð hefur myndast við mynni Hvalfjarðarganga í átt til höfuðborgarsvæðisins.

Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni hafa ekki borist tilkynningar um slys á svæðinu og því má ætla að „sumartraffíkinni“ sé um að kenna – sunnudagur og margir á leið heim í bæinn.

Á mynd sem send var mbl.is má sjá hvernig bílaröðin teygir sig langt upp frá hringtorginu við göngin og út afleggjarann í átt til Borgarness. 

Í veðurblíðunni sem nú er á suðvestanverðu landinu væri kannski ekki alvitlaust að keyra frekar Hvalfjörðinn og njóta náttúrufegurðarinnar.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert