Beitti vistmann sambýlis ofbeldi

Landsréttur.
Landsréttur. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Kona var á föstudag dæmd til tveggja mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir að hafa veist með ofbeldi að vistmanni á sambýli sem hún vinnur á. Konan var ákærð fyrir að hafa veist að manninum með ofbeldi, öskrað á hann, rifið í handlegg hans og sparkað í hann svo hann féll í sófa sem var við hliðina.

Landsréttur taldi fullsannað í krafti vitnisframburða að konan hafi veist með ofbeldi að manninum, en ósannað var fyrir dómi að hún hafi öskrað á hann. 

Engu að síður taldi dómurinn að konan hefði hegðað sér með vanvirðingu í garð mannsins, sem hann á ekki að þurfa að sæta frá einhverjum sem treyst sé fyrir velferð hans. Maðurinn er með mikla þroskahömlum og getur ekki tjáð sig um atburði málsins. Þó segir í dómi Landsréttar að auðséð hafi verið við skýrslutöku að hann hafi verið skelkaður á svipinn vegna atviksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert