Þarf ég að fara á lyf?

Fullorðnir sem greinast með ADHD velta því oft fyrir sér hversu sterk einkenni þurfi að vera til ráðlegt sé að hefja lyfjagjöf. Anna Dóra Steinþórsdóttir er sálfræðingur sem sérhæfir sig í ADHD-greiningum fullorðinna.

Hún segir einkennin ólík og missterk. Það sem vegi þyngst sé þó hvernig einkennin séu hamlandi fyrir fólk. Háir ADHD viðkomandi í sínum verkefnum eða hefur hann stjórn á lífi sínu? Það er það sem skiptir máli þegar fólk er að velta því fyrir sér hvort það eigi að fara á lyf eða ekki.

Í myndskeiðinu má sjá stutt brot úr Dagmálaþætti dagsins þar sem Anna Dóra segir Berglindi Guðmundsdóttur frá reynslu sinni af því að vinna með fólki sem greinist með ADHD eftir að það kemst á fullorðinsár.

Þætt­irn­ir eru aðgengi­leg­ir áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Saga Önnu Dóru er einnig áhugaverð því þegar hún var fertug lét hún gamlan draum rætast og skráði sig í sálfræðinám en á þeim tímapunkti var hún búin að missa vinnuna, húsnæðið og heilsuna. Það hafi þó verið réttur tími til að gera breytingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert