Von á 57 farþegaþotum á tveimur dögum

Von er á um 4.000 farþegum á föstudag og laugardag.
Von er á um 4.000 farþegum á föstudag og laugardag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ferðamannastraumurinn er farinn að taka við sér og er von á um 4.000 farþegum til landsins á föstudag og laugardag að því er Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir í samtali við mbl.is.

„Við erum enn að ráða starfsfólk á flugvöllinn, meðal annars sumarstarfsfólk. En mönnunin er nú í samræmi við fjölda véla,“ segir Guðjón.

Von er á 26 vélum til landsins frá Englandi, Írlandi og Belgíu á föstudag og 31 vél á laugardag, samtals 57 vélum, en um síðustu helgi var sami fjöldi véla á áætlun.

Þegar mest lét í faraldrinum í fyrra, hinn 8. ágúst, komu 26 vélar til landsins líkt og verður á föstudag, með alls 6.800 farþegum.

Í samanburði við þetta var meðalfarþegafjöldinn 26 þúsund farþegar á dag í júní 2019, að meðtöldum brottfarar- og tengifarþegum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert