Skemmdarverk stoppa ekki listaverk

Sigga er byrjuð að mála nýtt verk úr sömu seríu …
Sigga er byrjuð að mála nýtt verk úr sömu seríu á nýtt myndlistarými úti á Granda. Verkið í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Ljósmynd/Aðsend

Sýningin „Stanslaus titringur“ verður í dag opnuð á nýjan leik en á henni voru unnin skemmdarverk fyrir tveimur vikum. Sigga Björg Sigurðardóttir, listakonan sem stendur fyrir sýningunni, hefur síðustu tvær vikur unnið hörðum höndum við að endurgera sýninguna sem er í Borgarbókasafninu í Gerðubergi í Breiðholti.

„Hún [sýningin] er tilbúin, innan gæsalappa, en ég kalla hana verk í vinnslu héðan af. Það er aldrei að vita hvort maður vinni eitthvað meira í henni í sumar,“ segir Sigga Björg en sýningin fór á vinnustig eftir skemmdarverkin. „Henni var svo sem aldrei lokað þarna á milli,“ segir hún en margir fastagestir bókasafnsins komu við meðan hún lagaði sýninguna.

Sigga Björg með sýningunni sinni eftir skemmdarverkin.
Sigga Björg með sýningunni sinni eftir skemmdarverkin. mbl.is/Árni Sæberg
Hér má sjá salinn eftir að hún lagaði verkin.
Hér má sjá salinn eftir að hún lagaði verkin. Ljósmynd/Aðsend

„Sum verkin gat ég málað yfir og lagað, önnur þurfti ég að endurgera og sum hreinlega breyttust í eitthvað allt annað,“ segir Sigga og bætir við: „þetta er raun ný útgáfa af sýningunni. Hún er að opna í nýrri mynd.“

Mörg járn í eldinum

Að þessu tilefni verður nú blásið til útgáfuhófs á prentverkum úr sömu seríu. Það stóð alltaf til en um tíma var óvíst hvort að því yrði. 60 verk eru í seríunni en níu af þeim málaði Sigga á veggina í Gerðubergi og hefur hún nú valið fimm af þeim og unnið úr þeim prentverk. Þá verða verkin árituð og í takmörkuðu upplagi, fimm fyrir hvert verk, alls 25. Útgáfuhófið er í borgarbókasafninu Gerðubergi í rými sýningarinnar og stendur frá 16 til 18.

Þá á Sigga Björg nú í fullu fangi með að mála nýtt verk úr sömu seríu á vegg nýs myndlistarýmis úti á Granda en rýmið nefnist Listval. Verkið nýja er á meðal þeirra fimm sem verða seld sem prentverk og þá mun Listval selja þau prentverk sem ekki seljast upp í dag.

Nýja verkið sem verður fáanlegt sem prentverk og er í …
Nýja verkið sem verður fáanlegt sem prentverk og er í vinnslu á fyrstu mynd hér að ofan. Ljósmynd/Sigga Björg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert