Fórni ekki lífi sínu til bjargar þeim sem fara upp á hraunið

Úr Geldingadölum.
Úr Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Myndskeið sem birt var á Jarðsöguvinum í gær sýnir flæðandi hraun brjótast upp úr að því er virðist storknuðum hraunkanti. 

Myndskeiðið var tekið í Merardölum um klukkan 19 á fimmtudag, en Vala Dröfn Hauksdóttir björgunarsveitarkona birtir myndskeiðið.  

„Það er einmitt út af þessu sem verið er að vara fólk við að fara upp á hraunjaðarinn. Við í björgunarsveitunum munum aldrei fórna eigin lífi til að bjarga fólki sem hættir sér upp á hraunið,“ skrifar Vala með myndskeiðinu. 

Töluvert hefur borið á því að þeir sem leggja leið sína að eldgosinu í Geldingadölum hafi gengið á nýstorknuðu hrauni. 

Háttsemi ferðamanns sem hlaupa þurfti undan flæðandi hrauni vakti sérstaka athygli fyrr í mánuðinum, en myndband af atvikinu náðist á myndvél mbl.is á svæðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert