Tolli vill að fíkniefni verði lögleg

Tolli Morthens listamaður er gestur Dagmála í dag og ræðir þar um þá vinnu sem lögð hefur verið í að breyta ferlum í fangelsum og viðhorfum til fanga. Tolli var formaður starfshóps sem kom með tillögur að úrbótum og hafa margar þeirra orðið að veruleika.

Hann fordæmir refsimenninguna sem við þekkjum og telur batamenningu réttu leiðina til að búa fanga undir betra líf að aflokinni afplánun. Í ítarlegu viðtali við Eggert Skúlason ræðir hann meðal annars hversu vitlausa stefnu hann telur felast í því að fíkniefni séu ólögleg. Hann vill að þau verði lögleg. Tolli er sannfærður um að næstu kynslóðir muni fordæma hvernig við höfum komið fram við fólk með fíknisjúkdóma. Þátturinn er aðgengilegur öllum áskrifendum Morgunblaðsins og mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert