Pacer er frábær barnapía

Pacerinn góði eftir að Steini í Svissinum fór höndum um …
Pacerinn góði eftir að Steini í Svissinum fór höndum um hann. mbl.is/Árni Sæberg

Það tók Aðalstein Ásgeirsson, Steina í Svissinum, fimm ár að gera upp forláta Pacer, árgerð 1978, sem rak á fjörur hans – og hver einasta mínúta var ánægjustund.

Hann hefur breytt útliti bílsins mikið eftir eigin smekk og tilfinningu en Steini teiknar ekki, heldur treystir á brjóstvitið eins og músíkant sem ekki les nótur en spilar eftir eyranu.

Hann átti sams konar bíl fyrir um fjörutíu árum og sá eftir honum þegar hann eyðilagðist.

„Krakkarnir mínir þrír elskuðu hann og það var gott að ferðast með þau í honum; þau steinþögðu bara í aftursætinu.“

– Af hverju?

„Nú rúðurnar eru svo stórar og útsýnið rosalegt. Pacer er frábær barnapía,“ segir Steini en rætt er við hann í Sunnudagsblaðinu, sem út kom í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert