Ekkert bendir til þess að eldgosið sé í rénun

Hraun rennur á ný úr eldgosinu í Geldingadölum eftir goshlé.
Hraun rennur á ný úr eldgosinu í Geldingadölum eftir goshlé. mbl.is/Unnur Karen

Virkni eldgossins í Geldingadölum virðist hafa tekið aftur við sér eftir nokkurra sólarhringa hlé á gosóróanum í síðustu viku.

Sigurdís Björg Jóhannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að vel sé fylgst með gosóróanum sem virðist nú vera með svipuðu móti og hefur verið undanfarna daga. „Hann kemur svona eins og í púlsum. Lækkar í nokkrar mínútur og hækkar aftur. Hann er búinn að vera þannig að minnsta kosti síðasta sólarhringinn og rúmlega það,“ segir hún.

Mjög slæmt skyggni var á svæðinu í gær en ekki sást í gíginn á vefmyndavélum. „Við sjáum ekki kvikuna í gígnum eins og er og það hefur ekki sést í hana í svolítinn tíma því það hefur verið frekar slæmt skyggni þarna uppi. Það rétt svo sést í hraunið,“ segir Sigurdís.

Þrátt fyrir lélegt skyggni gerir hún ráð fyrir að gosið malli áfram eins og það hefur gert frá því hraun tók að flæða af krafti á ný upp úr gígnum á föstudagskvöldið var.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert