Greina glatvarmann í gagnaverinu

Gagnaverið á Blönduósi.
Gagnaverið á Blönduósi.

Á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er nú hafin vinna við nýtingu varma frá gagnaverinu á Blönduósi. Orkunotkun þess er um 40 MW. Verið er loftkælt og hitnar loftið í rúmar 40°C. Loftinu er dælt beint út úr húsunum ónotuðu.

Vilji er til að gera betur og nýlega var María Dís Ólafsdóttir lífverkfræðingur ráðin í sumarstarf á vegum sveitarfélanna nyrðra til að sinna glatvarmaverkefninu. Hún safnar gögnum til greiningar á neyslu á matvælum í landshlutanum og á landsvísu. Hún mun jafnframt greina neyslubundið kolefnisspor matvæla úr ylrækt. Einnig mun hún skoða hvað mögulegt er að framleiða mikið að matvælum miðað við gefnar forsendur um nýtanlegan glatvarma frá gagnaverinu og hvað gæti verið hagkvæmast að rækta.

Glatvarmaverkefmið er áherslumál í Sóknaráætlunar Norðurlands vestra og fékk styrk frá umhverfisráðuneytinu í vor. Er liður í virðisaukningu í héraði, bæta orkunýtingu og lækka kolefnisspor.

„Við erum ánægð að fá Maríu Dís til liðs við okkur í þetta spennandi verkefni á Blönduósi og vonumst til að geta nýtt niðurstöður til góðs,“ segir Magnús Jónsson hjá SSNV.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert