Hugsanlegt sóttvarnabrot á Djúpavogi

Djúpivogur.
Djúpivogur. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Austurlandi skoðar nú hugsanlegt brot á sóttvarnareglum, eftir að skemmtiferðaskip hafði viðkomu á Djúpavogi í dag.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að allir um borð séu bólusettir, en hjá einum farþega greindist kórónuveirusmit í fyrradag.

Hætta á dreifingu lítil

„Viðkomandi var þá þegar settur í einangrun um borð og makinn í sóttkví í annarri káetu. Á Djúpavogi fóru farþegar skipsins í land án fullnægjandi leyfis sem tilskilið var með vísan í framangreindar aðstæður um borð,“ segir í tilkynningunni.

Það sé mat aðgerðastjórnar Almannavarna í landsfjórðungnum að hætta á dreifingu smits af þessum sökum sé lítil.

„Hún hvetur engu að síður verslunareigendur og þjónustuaðila sem fengu til sín gesti frá skipinu, að gæta vel að sprittun og þrifum auk þess að nota tækifærið til að hvetja til áframhaldandi persónubundinna sóttvarna þrátt fyrir rýmri reglur innanlands.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert