Ólíklegt að brot finnist úr vígahnettinum

Vígahnötturinn sást víða um land í byrjun júlí. Ólíklegt er …
Vígahnötturinn sást víða um land í byrjun júlí. Ólíklegt er að brot finnist úr honum og slíkt hefur raunar ekki enn fundist hér á landi. Ljósmynd/Twitter

Þorsteinn Sæmumdsson stjörnufræðingur segist ekki eiga von á því að nein brot finnist af vígahnettinum sem sprakk um það bil 15 kílómetrum norðaustur af Þingvöllum 2. júlí.

„Ég á ekki von á því að það finnist nein brot neins staðar,“ segir Þorsteinn. 

Hvers vegna?

„Jafnvel þau brot sem hefðu komið til jarðar, sem er ekki víst að hafi gerst, sjást svo illa því þau eru svo dökk. Það væri alger tilviljun. Það hafa örugglega fallið steinar hérna en þeir hafa bara ekki fundist,“ segir hann.

Sjaldséð fyrirbrigði

mbl.is greindi frá því fyrr í dag að vígahnötturinn hafi líklega verið sjö metrar að þvermáli og sprungið skammt norður af Hrafnabjörgum, um það bil 15 kílómetrum norðaustur af Þingvöllum í um 37 kílómetra hæð.

Svo stórir vígahnettir eru sjald­séð fyr­ir­brigði hér­lend­is en end­ur­komu­tími þeirra til Íslands er mörg þúsund ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert