Fóru á reiðhjóli um Arnarvatnsheiði

Hjólreiðamenn. Frá vinstri Arnþór Gunnarsson, Gunnar Hersveinn og Ólafur Samúelsson …
Hjólreiðamenn. Frá vinstri Arnþór Gunnarsson, Gunnar Hersveinn og Ólafur Samúelsson á Arnarvatnsheiði mbl.is/Sigurður Bogi

Hjólreiðafólki og öðrum ferðalöngum hefur opnast aðgengilegur heimur á Arnarvatnsheiði með brú á Norðlingafljóti, en hún gerir ferðir um þúsundvatnaland heiðarinnar flestum mögulegar.

Heiðin er svæðið milli Borgarfjarðardala og fremstu byggða í Húnaþingi vestra, en frá Kalmanstungu í Borgarfirði norður í Miðfjörð eru um 80 km.

„Þetta er tilvalin hjólaleið,“ segir Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur sem Morgunblaðið tók tali í heiðarferð. Þarna var Arnþór við þriðja mann: förunautar hans voru Gunnar Hersveinn heimspekingur og Ólafur Samúelsson læknir.

Félagarnir þrír lögðu á heiðina úr Borgarfirði og hjóluðu sem leið lá að Réttarvatni, en þar má velja hvort haldið er niður í Miðfjörð eða um slóðann um Stórasand norðan Langjökuls inn á Kjalveg. Þetta kemur fram kemur í umfjöllun um ferðalagið og leiðir á Arnarvatnsheiði, sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert